Í úttekt á stöðu krónunnar á vef Breska ríkisútvarpsins BBC er sögð vera krónukrísa hér á landi. Vitnað er í íslenska viðmælendur sem segjast hafa lita trúa á krónunni.

Vitnað er í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þar sem hann segir mikinn vöxt vera hér á landi og að spáð sé hagvexti upp á 3,7% á þessu ári. Hann segir allt benda til þess að efnahagslífið sé að taka við sér þó að ferlið sé að taka langan tíma og að við verðum að vera þolinmóð þegar kemur að afnámi hafta.

Í viðtalinu segir Bjarni krónuna vera lífvænlega í framtíðinni. Hann segir það ekki vera lausnina að skipta um gjaldmiðil.

Lesa má fréttina í heild sinni á vef BBC .