Velta á millibankamarkaði með íslenskar krónur nam 9,5 milljörðum króna í maí, sem er lækkun um 3,2 milljarða króna frá því í apríl.

Ef litið er lengra aftur sést að veltan á þessum markaði hefur hríðlækkað en hæst stóð hann á liðnu ári í september, þegar veltan nam rúmlega 170 milljörðum króna.

Lægst í fyrra var hún hins vegar rétt undir sextíu milljörðum í maí fyrir ári, að því er fram kemur í gögnum frá Seðlabanka Íslands.

Millibankamarkaður með krónur er markaður með skammtímalán milli banka og sparisjóða.