Seðlabanki Ísland seldi í gær krónur að andvirði 9,9 milljarða króna. Alls bárust 39 tilboð að fjárhæð 22 milljörðum króna. Á vefsíðu bankans kemur fram að útboðsverð hafi verið ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði sem var ákvarðað 221 króna fyrir hverja evru.

Í útboði bankans um kaup á evrum bárust 95 tilboð að fjárhæð 47,1 milljónum evra en tilboðum að fjárhæð 44,1 milljónum evra var tekið. Útboðsverð var einnig ákveðið með því að öll samþykkt tilboð voru tekin á sama verði sem var 210 krónur fyrir hverja evru.

Gjaldeyrisútboðin eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum eins og segir á vefsíðu bankans.