Verðtrygging skulda torveldir aðlögun hagkerfisins að sögn Paul Krugman. Hann segir verðbólgu vera tæki sem nota megi til þess að draga úr skuldaþrýstingi í hagkerfinu. Þetta kom fram í svari Krugmans við spurningu Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á fundi AGS í Hörpu rétt í þessu.