Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði Ísland vera sérstaklega spennandi land fyrir þjóðhagfræðinga. Gylfi er meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á ráðstefnu um efnahasáætlun stjórnvalda og AGS, sem haldinn er í Hörpu.

Gylfi beindi orðum sínum að Paul Krugman, sessunaut sínum á sviði, og sagði að Krugman ætti að vera hér í nokkrar vikur í viðbót til að fylgjast með

„Ég kem þá um sumar," sagði Krugman.

Erlendir gestir sem hingað eru komnir í tilefni af ráðstefnunni ræða málin í pallborðsumræðum, sem eru lokaliður í dagskrá dagsins. Auk þeirra taka Gylfi og Már Guðmundsson seðlabankastjóri þátt.