Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) ætlar ekki að kjósa Sepp Blatter, núverandi forseta FIFA, í forsetakjöri sambandsins sem fram fer á morgun. Verður atkvæðinu ráðstafað til jórdanska prinsins Ali bin al Hussein Þetta staðfestir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Ég var að koma af fundi með forseta UEFA og öllum knattspyrnusamböndum Evrópu og það er sameiginleg niðurstaða okkar að styðja Michel Platini um að kjósa prins Ali á morgun,“ segir Geir.

Hann segir Platini hafa átt fund með Sepp Blatter, núverandi forseta sambandsins, þar sem hann hvatti hann til að stíga til hliðar. „Hann vildi hins vegar ekki verða við því. En það var rík samstaða um það á fundinum að kjósa prins Ali,“ segir Geir.