Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum klukkan tvö í dag. Fréttastofa 365 miðla segist telja að leiða megi líkur að því að þar verði tilkynnt um framlengingu á samning við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck og aðstoðarþjálfarann Heimir Hallgrímsson.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrir helgi að gagnkvæmur vilji væri fyrir því að Lagerback héldi áfram með íslenska landsliðið. Hann hefur þjálfað það í tæp tvö ár. Undir hans stjórn hefur landsliðið náð betri árangri en nokkurn tímann áður í sögu liðsins.