Knattspyrnusamband Íslands mun fá jafnvirði 1,7 milljarða króna, eða tólf milljónir evra, frá UEFA fyrir að taka þátt á EM í knattspyrnu á næsta ári. Þetta kemur fram á Vísi.is.

Verðlaunafé landsliða fyrir þáttöku á mótinu nam 8 milljónum evra í fyrra, en vegna hagstæðari styrktarsamninga UEFA er verðlaunaféð í ár öllu meira en í fyrra.

Talið er að heildarverðlaunafé muni nema 300 milljónum evra, en liðin fá mismikið eftir því hve góðum árangri þau ná á mótinu. Þannig fengu lið hálfa milljón evra fyrir jafntefli á síðasta móti en eina milljón fyrir sigur, til viðbótar fyrir það sem fæst fyrir þáttöku.