*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 10. nóvember 2010 09:12

KSÍ: Stelpur fá helmingi minna

Þórður Snær Júlíusson

Rekstrargjöld Knattspyrnusambands Islands eru áætluð um 651,7 milljónir króna, sem þýðir að hagnaður fyrir fjármagnstekjur og -gjöld er áætlaður 37,5 milljónir króna.

Þar af er kostnaður við öll landslið karla og kvenna fyrirferðarmestur, en hann er áætlaður 256,6 milljónum króna. Þar af á 105,7 milljónir króna, um 41% af öllum kostnaði við landsliðin, að fara í rekstur A-liðs karla.

A-landslið kvenna, sem er með þeim sterkari í heiminum, fær rúmlega helmingi lægri upphæð til að moða úr.

Kostar meira en A-liðið

Annar stærsti gjaldaliðurinn er skrifstofu- og stjórnunarkostnaður sem er áætlaður 161,4 milljónir króna á þessu ári. Þar af er launakostnaður áætlaður 108,5 milljónir króna og er því hærri en allur kostnaður við A-landslið karla.

Á árinu 2009 voru 16 stöðugildi innan KSÍ. Ef þau haldast á milli ára eru meðalmánaðarlaun starfsmanna sambandsins um 565 þúsund krónur á mánuði.

Áætlanir gera ráð fyrir að KSÍ verði rekið á nokkurn veginn sléttu á árinu 2010.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.