Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) vill byggja lágreistar stúkubyggingar við enda Laugardalsvallar sem gæti tekið mesta skúfinn af mikilli aðsókn á knattspyrnuleiki. Fram kemur um málið í Morgunblaðinu í dag að það verði ekki gert nema í samvinnu við Reykjavíkurborg sem er eigandi vallarins. Blaðið segir Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, hafa kallað eftir fundi með Reykjavíkurborg.

Gerðar voru frumteikningar að stúkum fyrir 14-15 þúsund manns árið 2003.