Kúbverskri bankar eru farnir að lána til einkaaðila með það að markmiði að fjölga litlum fyrirtækjum og sjálfstæðum rekstraraðilum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Síðasta ár hafa stjórnvöld gripið til aðgerða sem miða að því að auka athafnafrelsi á Kúbu.

Lántakendur þurfa að sækja um lánin og er tekið tillit til lánveitinga út frá eðli rekstrarins og hvernig endurgreiðslunum skuli háttað. Vextastig mun ráðast af því til hversu langs tíma lánið er. Lágmarkslánveiting er 125 Bandaríkjadalir eða um 15 þúsund krónur.

Kúbverjunum stendur einnig til boða að opna innlánsreikninga og nota tékka, debitkort eða millifærslur við greiðslur.

Forseti Kúbu, Raul Castro, segir að breytingarnar séu tilraun til að uppfæra sósíalíska módelið en ekki að færast frá því.