*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 15. júlí 2020 18:10

Kúnnar Walmart þurfa að klæðast grímum

Allir viðskiptavinir Walmart í Bandaríkjunum þurfa að klæðast grímum frá og með næsta mánudag.

Ritstjórn
epa

Smásalinn Walmart hefur tilkynnt um að allir viðskiptavinir sínir í Bandaríkjunum þurfi að klæðast andlitsgrímum. Um 65% af 5.000 verslunum Walmart eru staðsettar á svæðum þar sem þegar er skyldugt er að klæðast grímum, segir í tilkynningunni. Financial Times segir frá

Reglan mun gilda frá og með næsta mánudag en allar verslanir þess munu einungis hafa einn inngang opin þar sem svokallaður heilbrigðisfulltrúi (e. health ambassador) mun minna viðskiptavini á notkun grímna. 

Ýmis ríki líkt og Kalifornía hafa verið áköf í innleiðingu nýrra heilbrigðistilskipanna og tekið til aðgerða til að koma í veg fyrir enduropnun hagkerfisins vegna fjölda smita á meðan önnur ríki líkt og Florida hafa verið hlédrægari. Walmart sagði að nýja stefnan muni leiða til samræmi milli verslana um öll Bandaríkin. 

Fyrirtækin Cosco, Best Buy, Starbucks og American Eagle Outfitters hafa öll innleitt sambærilegar reglur fyrir sína viðskiptavini. Apple hefur lokað aftur verslunum í ýmsum ríkjum í suðrinu og á vesturhluta Bandaríkjanna. McDonalds hefur einnig frestað enduropnun fjölmargra matsölustaða sinna. 

Stikkorð: Walmart