*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 22. mars 2018 11:11

Kurteisi skilar ekki árangri

Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu segir að endurskoða þurfi aðferðir til að hafa áhrif á starfskjarastefnu fyrirtækja.

Ritstjórn
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu.

„Við verðum að endurskoða aðferðir okkar. Þessi kurteisi, að standa upp og hvetja til hóflegrar árangurstengingar launa og gegnsærra starfskjara, skilar ekki þeim árangri sem til er ætlast,“ sagði Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, á fundi fulltrúaráðs launamanna Birtu í vikunni að því er kemur fram á vef sjóðsins.

Þá segir einnig að starfskjör forstjóra og framkvæmdastjórnar N1 hafi greinilega verið ofarlega í huga margra fundarmanna sem spurðu um afstöðu Birtu lífeyrissjóðs, eiganda 7,5% hlutar í N1, og hvöttu til harðra viðbragða af hálfu sjóðsins.

Ólafur upplýsti fundinn að hann hefði látið þau orð falla að starfskjör æðstu stjórnenda væru óhófleg, óboðleg, í engu samræmi við launakjör almennt í landinu og á skjön við engendastefnu sjóðsins. Að þjóðfélagsumræðan hefði skaðað ímynd N1 og því ætti stjórn félagsins að endurskoða starfskjarastefnuna og leggja hana til að nýju fyrir hluthafafund með breytingum, innan þriggja mánaða.

Þá vísaði Ólafur til Alþjóðabankans. „Alþjóðabankinn hvetur lífeyrissjóði til að hafa jákvæð áhrif á fjármálamarkaði, stuðla að friði á vinnumarkaði og réttlátri skiptingu launa í fyrirtækjum. Í þeim anda eru afskipti okkar af fyrirtækjum sem við eigum hluti í en við verðum líklega í ljósi reynslunnar að brýna raustina og skerpa hugsanlega áherslur í eigendastefnu okkar til að mark sé tekið á því sem við segjum.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is