Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Seðlabanki Íslands hefur kynnt seinni hluta gjaldeyrisútboðsins, þar sem aðilum býðst að kaupa þær aflandskrónur sem bankinn keypti í fyrra skrefi fyrir gjaldeyri. Krónurnar eru seldar í formi ríkisskuldabréfa og er flokkurinn seldur með kvöðum þar sem ekki verður hægt að eiga viðskipti með bréfin í fimm ár.

Í Vikulegum markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að þessar kvaðir hljóti að draga verulega úr áhuga fjárfesta, auk þess sem aðgengi að gjaldeyri er mjög takmarkaður. Því sé spurning hvort fjárfestar séu tilbúnir að ganga á þær erlendu eignir sem þeir þó eiga.

„Það verður fróðlegt að sjá hvort að fjárfestar hafi áhuga á þessum viðskiptum,“ segir í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.