Angela Ahrendts, forstjóri tískurisans Burberry, segist ekki vera hlynnt kynjakvótum í stjórnum fyrirtækja. Hún telur að ráða eigi réttu manneskjuna í starf. Horfa eigi til reynslu, menntunar og leiðtogahæfni - ekki til kyns.

Forstjóri Imperial Tobacco, Alison Cooper, hefur einnig talað gegn kynjakvótum í stjórnum fyrirtækja.

Ahrendts og Cooper eru einu kvenforstjórar fyrirtækja sem tilheyra FTSE 100 vísitölunni eftir að forstjóri Pearson, Marjorie Svardino, og forstjóri Anglo American, Cynthia Carroll, sögðu upp störfum sem forstjórar.

Ahrendts bendir á að aukinn fjöldi kvenna sé að útskrifast úr háskólum og að það sé aðeins tímaspursmál þangað til að hlutföll kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja jafnist.

Þessi ummæli Ahrendts fylgja í kjölfar tilkynningar Burberry um 112 milljóna punda hagnað sem er 30% minni hagnaður en búist var við. Ákvörðun fyrirtækisins að hefja framleiðslu á eigin snyrtivörum er ástæða minni hagnaðar fyrirtækisins.