Kvenkyns fjármálastjórar í bandarískum fyrirtækjum fá um 16% lægri laun en karlmenn í sömu stöðu, þegar fyrirtæki með sama markaðsvirði eru borin saman, að því er segir í frétt Bloomberg.

Í skýrslu, sem unnin var af GMI Ratings, voru launagreiðslur til fjármálastjóra 1.900 fyrirtækja skoðuð, en um 150 þessara fjármálastjóra voru konur. Fengu konurnar að meðaltali um 1,32 milljónir dala í heildarlaun á ári (um 166 milljónir króna) en karlarnir voru með meðallaun upp á um 1,54 milljónir dala á ári. Inn í reikninginn voru teknar venjulegar launagreiðslur, bónusar, kaupréttarsamningar og eftirlaunaréttindi.

Í skýrslunni segir að fjárhæð launa spáði rétt fyrir um kyn viðkomandi fjármálastjóra, þ.e. að eftir því sem laun fjármálastjórans voru lægri því líklegra var að hann væri kvenkyns.