Laun kvenkyns stjórnenda hjá einkageiranum hækkuðu um 12,5% milli ára í fyrra í 1.061 þúsund, og eru nú svo til þau sömu og hjá körlum í sömu stöðu. Á meðan eru laun kvenkyns stjórnenda hjá hinu opinbera 865 þúsund, 14,4% lægri en karlkyns kollega sinna þar.

Þetta kemur fram í nýbirtum launatölum Hagstofunnar fyrir árið 2019. „þegar kvenkyns stjórnendur í einkageiranum standa uppi með mestu hækkunina milli ára á einhverju sviði þá verðum við að skoða hvort um sé að ræða launaleiðréttingu eða hvort kynin séu að nálgast hvort annað,“ segir Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu.

„Stjórnendur hafa meira frelsi á takkaborðinu í einkageiranum til að gera breytingar, sem getur útskýrt þetta að hluta,“ segir hún um jafnari tölur milli kynja innan einkageirans en hins opinbera. „Við þurfum að greina þessar tölur nánar enda flokkun Hagstofunnar gróf, en hér eru sláandi upplýsingar sem við höfum tekið á kassann allt of lengi.“

Um er að ræða miðgildi reglulegra heildarlauna hjá fullvinnandi launafólki, en ekki er leiðrétt fyrir öðrum áhrifaþáttum, og því um að mestu leyti óleiðréttan launamun kynjanna að ræða. Eðli máls samkvæmt felst einnig mikil einföldun í því að skipta vinnumarkaðnum niður í 10 flokka.

Laun
Laun
© vb.is (vb.is)

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .