Um 63% kvenna í öðrum vinnugreinum en landbúnaði eru sjálfráðnar í Afríku, en það er meira en tvöfalt hærra en meðaltalið í heiminum, þetta er samkvæmt tölum Alþjóðabankans.

Í Kampala í Úganda vinnur til að mynda Madinah Nalukenge, 34 ára einstæð móðir, hún rekur veisluþjónustu sem græðir yfir 3000 bandaríkjadali eða rúmar 340.000 íslenskar krónur á mánuði og er hún mjög stolt afrekstrinum. Það er mikill peningur í þessu, segir hún og ég verð að einbeita mér að því . En hún er í samkeppni við 12 aðrar konur sem eru með matsölu við hliðina á henni.

Nalukenge, sem lauk aðeins grunnskóla, er hluti af nýrri bylgju þar sem konur reka fyrirtæki á skala sem erfitt hefði verið að ímynda sér fyrir kynslóð síðan. Í Afríku er núna hæsta aukning á viðskiptafyrirtækjum sem konur reka í heimi samkvæmt Alþjóða bankanum.

,,Hefðbundin kynjahlutverk hafa áður ríkt í Afríku, þar sem konur sátu heima og biðu eftir að maðurinn kom heim með poka af matvörum, en þetta hefur verið að breytast þar sem konur þurfa minna og minna að reiða sig á karlmenn," sagði Thomas Bwire, hagfræðingur hjá Seðlabanka Úganda, í frétt hjá AP . Konur í Úganda vinna meira að segja í vegavinnu núna bætir hann við.

Margar af þessum konum hafa leitað út í sölumennsku vegna svangra barna, leiguskulda og slæmra eiginmanna. Margar þeirra eru einhleypar eða hafa nýlega verið í sambandi sem gekk illa. En margar þeirra vilja meina að sjálfstæði þeirra heima fyrir sé að gera þær að betri viðskiptamönnum.

Í Afríku, fyrir neðan Sahara eyðimörk, þar sem ríkir mikil fátækt eru nú fleiri og fleiri sögur af kvenfrumkvöðlum sem hafa notið velgengnis. Í Kenýa var kona, Mary Okello, sem stofnaði skóla inni í þriggja herbergja húsi sem er núna orðinn hópur af virtum einkaskólum. Í Rúanda hefur Janet Nkubana stofnaði fyrirtæki þar sem yfir 3000 konur vinna við að vefja körfur sem eru seldar í Macy's verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum. Loks hefur hin nígeríska Adenike Ogunlesi framleitt fræga fatalínu fyrir börn "Ruff 'n' Tumble" sem hún byrjaði með því að selja upp úr skottinu sínu.