*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 24. maí 2013 10:17

Kvennalið Þórs/KA vinsælasta knattspyrnuliðið

Samkvæmt nýrri könnun MMR eru tvö kvennalið vinsælustu knattspyrnuliðin í efstu deild á Íslandi.

Ritstjórn
Ríflega 59% aðspurðra sögðust halda með knattspyrnuliði í efstu deild karla eða kvenna.
Haraldur Guðjónsson

Tvö kvennalið eru vinsælustu knattspyrnuliðin í efstu deild karla og kvenna á Íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR. Kannaður var stuðningur við þau lið sem keppa í Pepsídeild karla og kvenna og mældist stuðningur við kvennalið Þórs/KA mestur, en 19,0% þátttakenda sögðust halda með liðinu. Í öðru sæti er kvennalið Breiðabliks sem mælist með 11,3% stuðning.

Vinsælasta karlaliðið er FH með 10,1% og þar á eftir fylgja karlalið Þórs með 9,8%, Breiðabliks með 9,4% og ÍBV og KR sem bæði mælast með 9,3% stuðning.

Í neðsta sætinu er karlalið Keflavíkur, sem aðeins mælist með 3,9% stuðning í könnuninni.

Stikkorð: Knattspyrna MMR Pepsideildin