*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 17. janúar 2016 12:15

Kvenstjórnendur sjaldan sakfelldir

Á síðustu tíu árum hafa 95% framkvæmdastjóra og stjórnenda, sem sakfelld hafa verið í skattamálum, verið karlar.

Trausti Hafliðason
Hæstiréttur Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Pétur Steinn Guðmundsson, verkefnisstjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte segir að í sakamálum vegna skattalagabrota, þar sem rekstur sé undirliggjandi, séu framkvæmdastjórar alltaf ákærðir — í hundrað prósent tilvika.

„Það er áhugavert að 95% framkvæmdastjóra og stjórnarmanna, sem eru sakfelldir, eru karlar," segir Pétur Steinn. „Þetta er nokkuð áhugavert sérstaklega í ljósi þess að árið 2014 voru til að mynda rétt rúmlega 20% framkvæmdastjóra konur. Hvað veldur því að konur eru síður sakfelldar, eru þær betri stjórnendur eða samviskusamari. Ég veit það ekki en það væri áhugavert að skoða þetta nánar."

Úttekt Deloitte byggir öllum dómum sem fallið hafa í Hæstarétti vegna skattalagabrota frá árinu 2005 til ársins 2015.
Að sögn Péturs Steins vekur einnig athygli að frá 1. janúar 2005 til 12. desember 2013 var engin  sýkna í Hæstarétti í sakamálum vegna skattalagabrota. Þetta hefur hins vegar breyst síðustu tvö ár.

„Ég kann ekki að skýra nákvæmlega hvað gerðist en hugsanlega fóru menn að leggja meiri kraft í vörnina. Stór hluti af málunum eru játningamál og þau voru fleiri á fyrri hluta tímabilsins. Það getur líka skýrt eitthvað af þessu."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: dómsmál skattamál