Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt dótturfélagi Kviku banka hf., Kviku Securities Ltd., starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Starfsleyfið er sagt veita Kviku færi á að veita viðskiptavinum sínum, jafnt innlendum sem erlendum, víðtækari fjármálaþjónustu en áður, sem tekur nú til sjóðastýringar sérhæfðra sjóða auk almennrar fjármálaráðgjafar í Bretlandi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)