Úrvalsvísitala Kauphallarinnar OMXI10 hækkaði um 0,6% í 1,6 milljarða viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.967 stigum.

Mest hækkuðu bréf Kviku í dag eða um 1,5% í 54 milljóna viðskiptum en næst mest hækkun var á bréfum Marel sem hækkuðu um 1,24% sem í 629 milljóna viðskiptum sem jafnframt var mesta velta dagsins.

Bréf Skeljungs lækkuðu um 1,71% í 85 milljóna viðskiptum en greint var frá því í dag að félagið hafði fest kaup á öllu hlutafé Basko. Þá lækkuðu bréf Össurar um 1,9% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau höfðu verið á miklu skriði síðustu vikunna og hækkað um 9,5%. Bréf Össurar hafa hækkað um tæplega 60% það sem af er þessu ári.