Kvika banki hækkaði mesta allra félaga í kauphöllinni í dag eða um 2,6% í 939 milljóna króna veltu sem er jafnframt mesta velta dagsins.

Hækkunin kemur í kjölfar frétta um heimild Kviku til endurkaupa á eigin bréfum sem nemur allt að 2,5% af öllu útgefnu hlutafé.

Reitir hækka næst mest eða um 1,7% í þriðju mestu veltu dagsins sem nam 602 milljónum króna og hlutabréf Haga fylgdu þar á eftir en þau hækkuðu um 1,3%.

Icelandair lækkaði mest allra skráðra félaga í dag eða um 1,8% í 53 milljóna króna veltu. Sýn kom þar á eftir en félagið lækkaði um eitt prósentustig.