*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 27. maí 2019 09:40

Kvika hagnast um 709 milljónir króna

Afkomuspá bankans fyrir árið 2019 var einnig uppfærð og hækkar hún um 700 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Kviku á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 709 milljónum króna samanborið við 644 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi fyrirtæksins fyrir fyrsta ársfjórðung. 

Hreinar rekstrartekjur námu 2.3 milljörðum króna en rekstrarkostnaður nam 1.3 milljörðum króna. Heildareignir námu 115,1 milljörðum króna og eigið fé samstæðunnar nam 13,2 milljörðum króna. Þá var eiginfjárhlutfall í lok mars var 22,5% og heildareignir í stýringu námu 442 milljörðum króna.

Samhliða ársreikningnum var einnig birt ný afkomuspá fyrir árið 2019. Samkvæmt upphaflegri afkomuspá fyrir árið 2019 var afkoma bankans fyrir skatta áætluð 1.99 milljarðar króna án áhrifa frá Gamma Capital Managament hf. Gamma kom inní samstæðu bankans 1. mars 2019. Samkvæmt uppfærðri afkomuspá verður hagnaður ársins fyrir skatta um 2.7 milljarðar króna.

Hreinar rekstrartekjur ársins 2019 eru áætlaðar um 8 milljarðar króna, þar af er áætlað að 67% verði hreinar þóknanatekjur, 23% hreinar vaxtatekjur, 9% hreinar fjárfestingatekjur og 1% aðrar tekjur. Afkoma bankans getur vikið töluvert frá áætlun, m.a. vegna markaðsaðstæðna.

,,Fyrsti fjórðungur ársins í rekstri Kviku var umfram væntingar og við erum mjög ánægð með uppgjörið. Markaðsaðstæður voru hagfelldar á fjórðungnum sem endurspeglast meðal annars í aukinni veltu á verðbréfamörkuðum. Öll tekjusvið bankans gengu vel og þar af leiðandi var arðsemi bankans góð. Í lok síðasta árs var  gefin út afkomuspá fyrir árið og  samkvæmt henni var gert ráð fyrir að afkoma Kviku yrði í samræmi við arðsemismarkmið, sem er 15% arðsemi eigin fjár. Horfur á yfirstandandi ári eru góðar og því hefur verið ákveðið að hækka afkomuspána um rúmlega þriðjung. Hækkunin skýrist af því að rekstur bankans gengur betur en búist var við og afkoma Gamma er hluti af afkomu bankans frá 1. mars. Í mars voru hlutabréf bankans skráð á aðallista Nasdaq Iceland. Fjárfestar hafa sýnt hlutabréfum bankans áhuga sem sést í því að velta með bréfin hefur verið nokkuð mikil. Á fjórðungnum tók bankinn sín fyrstu skref í fjártækni með því að bjóða uppá óbundna innlánsreikninga undir vörumerkinu Auður. Innlánsreikningarnir greiða hærri vexti en aðrir bjóða en það er hægt með því að nýta tækniframfarir til að lágmarka kostnað við þjónustuna. Viðtökur hafa verið framar vonum og unnið er að því að kortleggja hvaða frekari tækifæri ný tækni og breytt starfsumhverfi fela í sér,“ segir Ármann Þorvaldsson, fráfarandi forstjóri Kviku.

Líkt og greint hefur verið frá mun Árni Þorvaldsson láta af störfum sem forstjóri og taka við sem aðstoðarforstjóri. Þá mun Marinó Örn Tryggvason taka við sem forstjóri Kviku. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is