Fjárfestingarbankinn Kvika hefur hafið samband við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið T. Rowe Price um sölu og dreifingu á sjóðum fyrirtækisins.

Nálega 80 ára gamallt eignarstýringarfyrirtæki

T. Rowe Price var stofnað í Bandaríkjunum árið 1937 og er það með um 760 milljarða Bandaríkjadali í eignastýringu og starfsemi í 16 löndum. Fyrirtækið er þekkt á heimsvísu fyrir mikið úrval sjóða í öllum eignaflokkum og mörkuðum en fjárfestingarstefna þess leggur áherslu á rannsóknir, virka áhættustýringu og stöðugleika.

Hafa viðskiptavinir Kviku nú aðgang að skuldabréfa- og hlutabréfasjóðum í stýringu hjá bæði T. Rowe Price sem og hjá Credit Suisse sem Kvika hefur verið í samstarfi við nú í 12 ár.

Valin fremst af bresku fjármálatímariti

Kvika sérhæfir sig í eignastýringu, sem er burðarás bankans, og veitir hann sparifjáreigendum alhliða fjármálaþjónustu á innlendum og erlendum mörkuðum.

Var eignastýringarþjónusta Kviku nýlega valin sú fremsta á Íslandi af breska fjármálatímaritinu World Finance þriðja árið í röð.