*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 30. maí 2018 12:18

Kvika í stórt alþjóðlegt samstarf

Undirrituðu samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið Amundi Asset Management.

Ritstjórn
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptabankinn Kvika hefur félagið undirritað samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið Amundi Asset Management um sölu á sjóðum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu bankans.

Að sögn Kviku er Amundi stærsta eignastýringarfyrirtæki Evrópu, með eignir í stýringu fyrir rúmlega 1.400 milljarða evra.

Höfuðstöðvar Amundi eru í París en fyrirtækið er með starfsstöðvar víða um heim og þjónustar viðskiptavinum í 37 löndum. Fyrirtækið er með um 4.700 starfsmenn á sínum snærum.

Tæplega helmingur eigna í stýringu félagsins er í skuldabréfum og samkvæmt yfirlýsingunni er Amundi einn stærsti eignarstýringaraðili heims í skuldabréfum.

„Kvika hefur  fjárfest í þekkingu á erlendum mörkuðum undanfarin ár með góðum árangri. Markmið okkar er að vera fyrsti kostur hjá viðskiptavinum þegar kemur að fjárfestingum erlendis. Kvika hefur um nokkurt skeið leitað að heppilegum samstarfsaðila í stýringu erlendra skuldabréfa og er því ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við Amundi. Eignir í stýringu á erlendum mörkuðum hafa aukist verulega og stöðugt fleiri viðskiptavinir nýta sér þjónustuna. Það er því ánægjulegt að bæta Amundi við fjölbreytt vöruúrval bankans á erlendum mörkuðum“ segir Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku.