Kvika banki lækkaði um 3,13% í 1,4 milljarða króna veltu í kauphöllinni í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem að Kvika lækkar frá því að bankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt eftir lokun kauphallarinnar á fimmtudaginn. Næst mesta lækkunin kom frá Skeljungi en bréf félagsins lækkuðu um 2,43% í einungis 728 þúsunda króna veltu. Þá lækkaði Vís um 1,83% í 141 milljóna veltu.

Arion banki leiddi hækkanir dagsins en hlutabréf félagsins hækkuðu um 1,89% í dag í 1,2 milljarða króna veltu. Þá hækkuðu bréf Haga um 1,01% í 36 milljóna króna veltu. Síminn kom þar á eftir með 0,78% hækkun í 327 milljóna króna veltu.

Síldarvinnslan hækkaði um 0,31% í 162 milljóna króna veltu á þriðja viðskiptadegi með hlutabréf félagsins og stendur í 65 krónum á hlut við lokun markaða í dag.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var 3,7 milljarðar króna og heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 5,5 milljarðar króna.