*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 26. ágúst 2021 16:02

Kvika lækkar um 2% eftir uppgjörið

Stjórnendur Kviku nýttu áskriftarréttindi fyrir 155,6 milljónir í dag á genginu 7,155 krónur á hlut, 69% undir markaðsverði bréfanna.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kviku banka lækkaði um 2,1% í 1,7 milljarða viðskiptum í dag en rúmlega helmingur allrar veltu íslenska hlutabréfamarkaðarins var með hlutabréf bankans. Kvika skilaði árshlutauppgjöri fyrir fyrri helming ársins fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun en félagið hagnaðist um 6,1 milljarð króna á tímabilinu. Hlutabréfagengi bankans sveiflaðist nokkuð yfir daginn og fór lægst í 22,7 krónur á hlut en endaði daginn í genginu 23,3 krónum.

Sjö stjórnendur Kviku, þar á meðal forstjórinn Marinó Örn Tryggvason, nýttu áskriftarréttindi fyrir alls 155,6 milljónir króna í dag á genginu 7,155 krónur á hlut sem er um 69% undir dagslokagengi bankans. Sex af umræddum sjö stjórnendum seldu einnig í hlutabréf í bankanum á markaðsgengi. Viðskipti stjórnenda bankans má finna hér.

Alls lækkuðu þrettán af tuttugu félögum aðalmarkaðarins í viðskiptum dagsins en þrátt fyrir það hækkaði úrvalsvísitalan um 0,4%. Það skýrist aðallega af hækkun hlutabréfaverðs Marels um 1,2% en gengi félagsins stendur nú í 953 krónum á hlut.

Stikkorð: Kvika