*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 14. apríl 2020 16:44

Kvika og Eik hækkuðu um meira en 4%

Tæplega 600 milljóna króna velta í kauphöllinni fyrsta dag eftir Páskafrí. Icelandair lækkar mest en fasteignafélögin einna mest.

Ritstjórn

Heildarviðskiptin í kauphöll Nasdaq á Íslandi námu 592,6 milljónum króna í dag, og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,03%, niður í 1.823,45 stig.

Félögin þrjú sem hækkuðu mest hækkuðu öll um það bil um 4 prósent eða meira, en mest hækkun var á gengi bréfa Kviku banka, eða um 4,63%, upp í 8,58 krónur. Námu viðskiptin með bréf bankans 51 milljónum króna sem voru þriðju mestu viðskiptin með bréf í einu félagi í kauphöllinni í dag.

Næst á eftir því komu fasteignafélögin Eik, með 4,51% hækkun, í 46 milljóna króna viðskiptum, og lokagengið 6,95 krónur, og Reginn með 3,94% hækkun, í 31 milljóna króna viðskiptum og nam lokagengið 17,8 milljónum króna.

Icelandair lækkaði um nærri 3%, niður í 3,30 krónur

Icelandair lækkaði hins vegar næst mest, eða um 2,94%, niður í 3,30 krónur, í 26 milljóna króna viðskiptum.

Hin tvö félögin sem lækkuðu í virði í kauphöllinni í dag voru Arion banki, með 1,21% lækkun í litlum 6 milljóna króna viðskiptum, en þau fóru í 57 krónur, og Brim sem lækkuðu um 0,52%, niður í 38,30 krónur, í einungis 2 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa Heimavalla, Iceland Seafood, Marel, Símans og Sýnar stóðu í stað í dag, en af þeim voru mestu viðskiptin með bréf Marel eða fyrir 88 milljónir króna, sem jafnframt voru næst mestu viðskiptin með bréf í einu félagi í kauphöllinni í dag.

Mestu viðskiptin, eða fyrir 206,9 milljónir króna, voru með bréf VÍS, en þau hækkuðu fjórða mest, eða um 3,80%, upp í 10,45 krónur. Þar á eftir kom svo þriðja fasteignafélagið, Reitir, með 2,43% hækkun, í 32 milljóna króna viðskiptum, og fór gengið í 54,80 krónur.

Stikkorð: Kauphöll Íslands Úrvalsvísitalan Icelandair Reginn Arion Nasdaq Reitir VÍS Eik Kvika