*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 14. maí 2020 17:31

Kvika sér um sölu fyrir Hafnarfjörð

Kvika banki mun sjá um sölu Hafnarfjarðarbæjar á rúmum 15% hlut bæjarins í HS veitum.

Ritstjórn
Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Haraldur Guðjónsson

Kviku banka hefur verið falið að selja 15,42% eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Í fyrra sá Kvika einnig um sölu á tæplega 38% hlut í HSV eignarhaldsfélagi, sem er næststærsti hluthafi HS Veitna með 34,4% hlut í sinni eigu, til framtakssjóðsins Innviðir fjárfestingar.

Seljendur voru að stærstum hluta Akur fjárfestingar og tryggingafélagið TM en félagið Ursus, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar forstjóra Sýnar, seldi einnig hluta af bréfum sínum í félaginu. Í kjölfarið eignaðist framtakssjóðurinn um 13% óbeinan hlut í HS Veitum og nam kaupverðið um 3 milljörðum króna.

Umræddur framtakssjóður er að mestu leyti fjármagnaður af lífeyrissjóðum. Stærsti hluthafi HS Veitna er Reykjanesbær, sem fer með 50,1% hlut og er þá Sandgerðisbær, sem á 0,1% hlut, eini hluthafi sem ekki hefur þegar verið nefndur.