Þórhallur Arason, stjórnarformaður Lindarhvolls, segir að ákveðið verði á næstu vikum með hvaða hætti Lyfja verður sellt.

Reiknar Þórhallur með að Kvika muni sjá um söluna, en bankinn hefur sameinast Virðingu sem sá um það þegar lyfjaverslunarkeðjan var seld Högum á sínum tíma, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um gekk sú sala til baka eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

„Ég á frekar von á því að sú þekking verði nýtt sem hefur myndast þar innandyra á verkefninu,“ segir Þórhallur í samtali við Morgunblaðið . Þórhallur segir að nokkuð langt sé liðið síðan útboðið hafi átt sér stað spurður hvort einhverjir erfiðleikar séu bundnir því að semja við þá sem buðu næsthæst í fyrirtækið í fyrra útboði.

Heildarverðmæti Lyfju var metið á 6,7 milljarða samkvæmt kaupsamningnum sem Hagar gerði við Lindarhvol, en fyrirtækið rekur 39 lyfjaverslanir.