*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 15. apríl 2019 00:14

Kvika tilkynnir góða afkomu

Kvika banki tilkynnir Kauphöll um jákvæða afkoma upp á 850 milljónir á fyrsta fjórðungi.

Ritstjórn
Ármann Þorvaldsson tók við stöðu forstjóra Kviku banka í apríl 2018.
Aðsend mynd

Samkvæmt frumdrögum að uppgjöri samstæðu Kviku banka vegna fyrsta ársfjórðungs 2019 lítur út fyrir að afkoma verði 830-880 milljónir króna fyrir skatt. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum á vef Kauphallar. 

Áætlun bankans fyrir árið 2019 gerðu ráð fyrir 1.990 milljóna króna hagnaði fyrir skatta, án áhrifa af Gamma Capital Manegement, sem kom inn í samstæðu bankans í byrjun mars síðastliðinn. 

Helsta ástæða fyrir betri afkomu er sögð vera hagfelldar markaðsaðstæður á fjórðunginum og þókununartekjur hafi verið umfram áætlun.  Afkomuspá bankans fyrir 2019 verður uppfærð um leið og hún liggur fyrir. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is