Aðalfundur Kviku banka samþykkti í dag að fela stjórn félagsins að undirbúa lækkun á hlutafé félagsins með hlutfallslega jafnri greiðslu til hluthafa, allt að einum milljarði króna. Endanleg ákvörðun um lækkunina verður hjá hluthafafundi að fenginni tillögu stjórnar. Kemur þetta fram í tilkynningu til kauphallar.

Ákvörðun um greiðslu arðs var frestað þar til niðurstöður tillögu um lækkun hlutafjár liggja fyrir. Þá var samþykkt að fækka stjórnarmönnum Kviku úr sjö í fimm.

Í stjórn Kviku voru kjörin:

  • Þorsteinn Pálsson
  • Finnur Reyr Stefánsson
  • Jónas Hagan Guðmundsson
  • Inga Björg Hjaltadóttir
  • Anna Skúladóttir