*

fimmtudagur, 1. október 2020
Innlent 24. júlí 2020 11:31

Kvikmynd Clooney fékk 313 milljónir

Kvikmyndin The Midnight Sky sem leikstýrt var af George Clooney fékk 313 endurgreiddar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Ritstjórn

Kvikmyndin The Midnight Sky sem leikstýrt var af George Clooney fékk 313 endurgreiddar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Rúv greindi fyrst frá. Um er að ræða vís­inda­skáld­sögu, en auk Cloo­ney leik­ur Felicity Jo­nes aðal­hlut­verk í mynd­inni.

Það sem af er þessu ári hef­ur rík­is­sjóður greitt út um 1,52 millj­arða vegna end­ur­greiðslu­kerf­is kvik­mynda sem Kvik­mynda­miðstöð Íslands ann­ast fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Sam­tals er um að ræða 40 verk­efni sem hafa fengið end­ur­greiðslu, en fimm stærstu verk­efn­in fá tvo þriðju hluta fjár­magns­ins, eða rúm­lega einn millj­arð. Eru það fjög­ur er­lend kvik­mynda­verk­efni og eitt inn­lent.

Næst hæsta upp­hæðin fór til The Tomorrow War, en þar fer Chris Pratt með aðal­hlut­verk. Nem­ur end­ur­greiðsla verk­efn­is­ins 205 millj­ón­um.