Kvikmyndin The Midnight Sky sem leikstýrt var af George Clooney fékk 313 endurgreiddar frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Rúv greindi fyrst frá . Um er að ræða vís­inda­skáld­sögu, en auk Cloo­ney leik­ur Felicity Jo­nes aðal­hlut­verk í mynd­inni.

Það sem af er þessu ári hef­ur rík­is­sjóður greitt út um 1,52 millj­arða vegna end­ur­greiðslu­kerf­is kvik­mynda sem Kvik­mynda­miðstöð Íslands ann­ast fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Sam­tals er um að ræða 40 verk­efni sem hafa fengið end­ur­greiðslu, en fimm stærstu verk­efn­in fá tvo þriðju hluta fjár­magns­ins, eða rúm­lega einn millj­arð. Eru það fjög­ur er­lend kvik­mynda­verk­efni og eitt inn­lent.

Næst hæsta upp­hæðin fór til The Tomorrow War, en þar fer Chris Pratt með aðal­hlut­verk. Nem­ur end­ur­greiðsla verk­efn­is­ins 205 millj­ón­um.