Félagið Straumhylur, sem eitt sinn hét 3 Sagas ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur skiptafundur verið boðaður 29. ágúst næstkomandi. Tilgangur félagsins var framleiðsla á kvikmyndum og sjónvarpsefni. Ekki liggja fyrir nýrri ársreikningar en frá árinu 2006, en það ár námu eignir félagsins 17,5 milljónum króna og eigið fé var neikvætt um 14,3 milljónir.

Félagið var stofnað af þeim Bjarna Hauki Þórssyni, Árna Þór Vigfússyni og Kristjáni Ra. Kristjánssyni, en þeir hafa allir yfirgefið félagið. Eigendur voru Sjónver ehf., sem er í eigu Þórodds Stefánssonar og Maco- hugmynda, sem er í eigu Mariko Margrétar Ragnarsdóttur, konu Kristjáns Ra.

Eins og áður segir eru nýjustu fjárhagsupplýsingar frá árinu 2006, en árið 2010 sagði í frétt DV að félagið hafi runnið saman við sænska félagið Proscenia Holding og að hið sameinaða félag hafi þá skuldað um 850 milljónir íslenskra króna.