Kvikmyndastórblaðið Variety fjallar um alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) í tengslum við þær hátíðir sem hafi skapað sér sérstöðu þrátt fyrir að vera ekki á meðal þeirra stærstu. Blaðamaður segir gesti hátíðarinnar kynnast óvenjulegu landslagi, einstakri matargerð, kræsingum á borð við reyktan lunda, rotinn hákarl, súrsaða hrútspunga og brennivín.

RIFF-hátíðin verður haldin í 10. sinn á þessu ári. Hún hefst 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Í tilkynningu frá RIFF segir að þetta sé hin fínasta rós í hnappagat hátíðarinnar.

Greinin í Variety