Á vefsíðu bandaríska kvikmyndatímaritsins Screen International er fjallað um þann mikla fjölda Hollywood-kvikmynda og bandarískra sjónvarpsþátta sem hafa verið og verða tekin upp á Íslandi í ár og í vetur. Mikið er gert úr þeirri staðreynd að framleiðendur fá 20% endurgreiðslu en náttúran og reynt kvikmyndafólk er einnig sagt skipta máli.

Taldar eru upp þær kvikmyndir sem hafa þegar heimsótt Ísland eða eru væntanlegar á næstunni; Oblivion með Tom Cruise, Noah, sem er í tökum núna, The Secret Life of Walter Mitty í leikstjórn Ben Stiller og sjónvarpsþáttaröðin Game of Thrones.