Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros ætlar að bjóða notendum Facebook að horfa á kvikmyndir sínar í gegnum síðuna gegn gjaldi. Tilkynnt var um fyrirætlanir fyrirtækjanna í gær. Á sama tíma og að ný tekjuleið opnast fyrir Facebook þá harðnar samkeppni á markaði kvikmynda á internetinu. Fyrirtækið Netflix, sem leigir út kvikmyndir á netinu, fann fyrir tilkynningunni í gær þegar hlutabréfaverð í félaginu lækkaði um nærri 6%.

Facebook mun fá um 30% af sölutekjum. Hingað til hefur síðan reitt sig að mestu á auglýsingar. Notendur munu greiða fyrir áhorfið með Facebook-gjaldmiðlinum.

Fyrsta kvikmyndin sem hægt er að leigja á Facebook er Dark Knight og kostar 3 dollara. Hægt er að horfa á myndina í 48 klukkustundir eftir að hún er leigð.

Notendur Facebook eru í dag yfir 500 milljónir talsins.