Hagnaður Time Warner jókst um 87% á öðrum ársfjórðungi, miðað við sama tíma í fyrra. Time Warner er eigandi margra þekktra vörumerkja, svo sem HBO sjónvarpsstöðvarinnar og CNN auk kvikmyndafyrirtækisins Warner Brothers. Frumsýningar á myndum eins og The Great Gatsby og Man of Steel juku tekjur kvikmyndaframleiðsluhlutans og auglýsingatekjur sjónvarpshlutans jukust um 11% vegna vinsælla körfuboltaleikja.

Hagnaðurinn á síðasta fjórðungi nam 711 milljónum dala, eða tæpir 84 milljarðar, Hagnaðurinn var 413 milljónir, tæpir 49 milljarðar, á sama fjórðungi í fyrra. Fyrirtækið býst við að afkoman á árinu batni eftir þetta ársfjórðungsuppgjör.

Tekjur jukust um 10% og voru 7,44 milljarðar dala en voru 6,74 milljarðar á sama fjórðungi árið áður. Búist var við því að tekjurnar myndu nema 7,11 milljörðum dala.

Jeff Bewkes stjórnarformaður sagði í tilefni af uppgjörinu að fjárfesting í vandaðri dagskrárgerð hefði fjölgað áhorfendum og auglýsendum.

HBO sjónvarpsstöðin nýtur sífelldra vinsælda. Brewers segir að það sé ekki síst vegna hinna vinsælu Game of Thrones þátta. Þeir þættir eru einmitt teknir upp á Íslandi að hluta.

Meira má lesa um málið á vef BBC .