Kvikmyndaverið Metro-Goldwyn-Mayer Inc. undirbýr nú beiðni um greiðslustöðvun.

Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Skuldir MGM nema um fjórum milljörðum dala. Að sögn WSJ mun tveir stofnendur keppninautar MGM, Spyglass Entertainment, taka yfir stjórn kvikmyndaversins.

MGM hefur átt samvinnu við kröfuhafa við vinnslu beiðnarinnar (e. prepackaged bankruptcy). Með því reynir félagið að koma í veg fyrir að formlegt gjaldþrotaferli hefjist.