Stjarnan ehf., sérleyfishafi Subway á Íslandi og Clippers ehf., rekstrarfélag Sbarro hér á landi, kærðu bæði útboð Isavia vegna Leifsstöðvar. Stjarnan sendi einnig kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir að erindi frá Stjörnunni hafi borist og það sé til meðferðar hjá eftirlitinu. Félagið, Halpal sf., varð fyrir valinu og opnaði félagið veitingastaðinn Hjá Höllu í síðustu viku.

Telur að villt hafi verið um fyrir sér

„Þetta var allt á skjön við útboðsgögnin. Það var villt fyrir okkar heimildum,“ segir Steingrímur Bjarnason, framkvæmdastjóri Clippers. „Ef það hefði verið að sækjast eftir svona veitingastað hefðum við aldrei farið í útboðið,“ segir Steingrímur. „Við ákváðum að kæra þetta út af tjóni sem við urðum fyrir við það að fara í útboðið,“ segir hann. Kostnaður Clippers við þátttöku í útboðinu hafi verið nokkrar milljónir króna.

Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir að fyrirtækið sé ósátt við framkvæmd útboðsins. „Bæði hvernig skilyrði eru sett í upphafi og hvernig farið er yfir tilboðin og þau metin,“ segir hann. „Við erum ósáttir við það hvernig einstakir þættir í útboðinu eru metnir og teljum að það hafi verið beitt huglægu mati í of miklum mæli í þessu útboði,“ segir Guðmundur.

Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að Stjarnan og Clippers hafi talið að Halpal stæðist ekki kröfur í útboðinu um fjárhagslegt hæfi. Auk þess hafi Halpal ekki verið með besta tilboðið samkvæmt valforsendum útboðsins, heldur Stjarnan. Clippers taldi auk þess að Halpal hafi ekki nægja reynslu þar sem lögð er áhersla á hraða afgreiðslu með miklu magni. Þá sé vörumerkið „Hjá Höllu“ ekki þekkt vörumerki sem bjóði upp á pítsur í sneiðum eins og áhersla hafi verið lagt á í útboðslýsingu.

Ekki hafi verið sýnt fram á brot

Kærunefnd útboðsmála féllst ekki á málatilbúnað Clippers og Stjörnunnar í fyrri hluta málsins, sem tók á því hvort stöðva ætti samningsgerð þar til endanleg niðurstaða kærunefndarinnar fengist. Í úrskurði nefndarinnar, frá 13. júlí, sem ekki var birtur opinberlega fyrr en á síðastliðinn fimmtudag, kom fram að ekki hafi verið leiddar verulegar líkur að því að Isavia hafi brotið reglur um opinber innkaup.

Þá taldi kærunefndin sig ekki séð að mat Isavia hafi verið háð þeim annmörkuð að það gæti haft áhrif á röðun tilboða. Ekki hafi verið farið fram á að vörumerkið væri þekkt og öll félögin hafi að því er virtist uppfylla fjárhagslegar kröfur útboðsins. Kærunefndar útboðsmála segir að ekki sé talið að valforsendna hafi veitt varnaraðila óheft svigrúm við mat tilboða eða hafi að öðru leyti verið í andstöðu við ákvæði reglugerðar um sérleyfissamninga á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .