Kvörtunum neytenda vegna fjármálaþjónustu fjölgaði um 15% á síðari hluta árs 2010 í Bretlandi. Lloyds banki trónir á toppi listans yfir flestar kvartanir, samkvæmt gögnum umboðsmanns neytenda þar í landi, en Lloyds er jafnframt stærsti banki Bretlands.

BBC greinir frá í dag. Gögnin ná yfir kvartanir vegna banka, tryggingafélaga og fjárfestingafélaga og bárust alls 97.237 kvartanir. Eru þá talin eingöngu þau mál sem umboðsmaður hefur milligöngu um.