Ekki stóð til af hálfu Arion banka að fara með Kvos, móðurfélag Odda í sölumeðferð eftir að ljóst var að eigendur félagsins gátu komið með það fé inn í félagið sem Arion banki gerði kröfu um. Þetta kom fram í svari bankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Landsbankinn og Arion afskrifuðu samtals um 4,9 milljarða króna af skuldum og breyttu 500 milljónum króna í hlutafé sem fyrri eigendur keyptu á genginu einu.

Baldur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Kvosar, segir að hluthafahópurinn sé að stærstum hluta sá sami og fyrir endurskipulagningu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.