Nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar veikir gengi krónunnar og grefur þar með undan kaupmætti landsmanna, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra Landsambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Friðrik segir á vefsíðu LÍÚ skjóta skökku við því á sama tíma og grafið sé undan sjávarútveginu með kvótafrumvarpinu þá tali forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar um nauðsyn þess að styrkja gengi krónunn.

„Ríkisstjórninni er tíðrætt um réttlæti. En það kallast varla réttlæti þegar kaupmáttur heillar þjóðar er skertur," segir Friðrik.

Heimasíða LÍÚ