Gunnar Tómasson hagfræðingur sagði, í spjallþætti Sjónvarpsins Silfri Egils, að framsetning kvótakerfisins sem sett var á hér á landi í sjávarútveginum árið 1984 vera með algjörum eindæmum. Hér hafi verið tekið lifibrauð landsmanna og fært í hendur einkaaðilum í nafni hagræðingar. Með heimild til að veðsetja kvótann hafi verið búin til spilaborg sem fái ekki staðist.

„Um leið og þú getur byrjað að veðsetja kvóta ertu komin með spilaborg,“ segir Gunnar og líkir því við kaup Íslendinga á Danska flugfélaginu Sterling. Þar hafi félagið verið selta fram og til baka á milli sömu aðila til að skrifað upp pappírslegt eigið fé án þess að nokkuð stæði á bak við.”

„Hér er tekið lifibrauð landsmanna og fært í hendur einhverjum einkaaðilum í nafni hagræðingar og ekki hugsað hvaða áhrif þetta hefur.” (...)

„Með kvótakerfinu var fjölda aðila komið á bragðið með svindlimennsku - fjárglæframennsku." Segir Gunnar að menn hafi fengið háar lánveitingar út á ekki eitt og síðan hafi opnast leið til að halda áfram á sömu braut í fjármálakerfinu og ekki til að kaupa kvóta, heldur verslanir flugfélög og annað.

„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ábyrgðin á fjárglæframennsku liggur fyrst og fremst hjá stjórnvöldum sem setja leikreglurnar. Leikreglurnar sem settar eru verða að þjóna heildarhagsmunum.

Á Íslandi hefur peningastjórn aldrei verið virk. Hagsmunahópar hafa svo lengi sem ég hef verið að fylgjast með þessu ráðið fullkomlega hvernig “stjórnvöld” stjórnuðu málum. Kvótakerfið koma af stað hryllilega öflugir lánsetningu út á ekki neitt. Síðan opnast möguleikar á að fara í hliðstæðar lánsetningar gagnvart útlöndum og kaupa þar ekki kvóta heldur verslanir flugfélög og annað.” (...)

„Eins og ég sagði við Ögmund Jónasson og Guðmund jaka fyrir 25 árum að lífeyrissjóður Íslands syndir í sjónum í kringum landið. Við getum haft allan þann pappírsauð sem við viljum, en við lifum á því sem við framleiðum.

Að gefa lífeyrissjóðinn, sem er fiskurinn í sjónum, í hendur einkaaðila og láta einkaaðila ráðskast með hann, - þetta er brask. Þetta er fullkomlega, finnst mér, svik við landið og íbúa þess.”