Fasteignaverðsþróun í Sviss hefur verið undantekning frá meginreglunni í þeirri fasteignaverðssprengingu sem átt hefur sér stað í flestum Evrópulöndum á síðustu árum. Sviss hefur ekki fylgt eftir þeim hækkunum sem víðast hafa átt sér stað samkvæmt tölum Global Property Guide (GPG) og kvóti er á fasteignakaup útlendinga. Fasteignaverðshækkanir í Sviss hafa verið á rólegu nótunum allt frá árinu 2000. Verð á blokkaríbúðum sem byggðar voru til útleigu lækkaði til dæmis á milli ára frá 2005 til 2006 úr 3,7% í 3,2%. Verð á sérbýli og húsum til einkanota hækkaði hins vegar um 1,8 til 1,9% á milli þessara ára. Nánar er fjallað um fasteignaverð og kaupkvóta í Sviss í helgarblaði Viðskiptablaðsins.