Alþingi hefur samþykkt kynjakvóta í lífeyrissjóðum þannig að minnst 40% af hvoru kyni skipi stjórnir. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lögin ekki vera heppileg fyrir lífeyrissjóði þar sem í sumum tilvikum séu yfir 80% sjóðsfélaga af öðru hvoru kyni. Þannig komi stjórnir lífeyrissjóðanna ekki til með að endurspegla sjóðsfélagana með nýjum kynjakvóta. Þórey segir lögin ekki hafa verið unnin í samráði við lífeyrissjóðina sjálfa.