Nokkuð hefur verið rætt um kynjahlutföll á ritstjórnum að undanförnu, en Íslandsbanki hefur boðað að hann vilji ekki auglýsa í miðlum þar sem kynjahalli er mikill.

Af tölfræði Hagstofunnar um kynjahlutföll í Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna sést að það er ekki úr lausu lofti gripið að talsverður munur sé á hlut kynjanna þar.

Þegar litið er á vinnumarkaðstölur Hagstofu yfir kynjahlutföll alls starfandi fólks í landinu í fullu starfi kemur hins vegar á daginn að þar er hlutfallið nánast hið sama, hlutur kvenna er raunar ögn lakari en gerist á ritstjórnum fjölmiðla.