Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, undirrituðu í dag samning þess efnis að Íslandsstofa muni áfram annast umsjón verkefnisins Film in Iceland í samræmi við lög um endurgreiðslu til kvikmynda- og sjónvarpsgerðar frá árinu 2001. Samningurinn gildir til  þriggja ára, eða út gildistíma laganna.

Fram kemur í tilkynningu að Íslandsstofa og forverar hennar hafi haft umsjón með verkefninu Film in Iceland allt frá samþykkt laganna árið 2001. Hlutverk Íslandsstofu hafi verið að kynna lög um 20% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði fyrir erlendum kvikmynda- og sjónvarpsframleiðendum annars vegar og hins vegar að kynna Ísland sem ákjósanlegan tökustað erlendra kvikmynda og sjónvarpsþátta.

Á meðal kvikmynda og þátta sem hafa verið teiknar upp hér eru Game of Thrones, Interstellar, Noah og nú síðast The Secret Life of Walter Mitty sem frumsýnd var í kvikmyndahúsum um jólin.