Fyrir ári síðan stofnuðu vinkonurnar Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir ferða- þjónustufyrirtækið Crisscross. Markmiðið er að bjóða hópum af ferðamönnum upp á svokallaðar matarferðir þar sem þær leitast eftir því að kynna land og þjóð í gegnum mat. Boðið er upp á fjölbreyttar ferðir sem eru breytilegar m.a. eftir árstíðum og segist Sigríður Íslendinga einnig hafa sýnt ferðunum áhuga enda bjóði fyrirtækið upp á ferðalög eins og þau voru hér áður fyrr.

Stofnendur CrissCross, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir
Stofnendur CrissCross, Sigríður Anna Ásgeirsdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Heimsækja smáframleiðendur í héraði

„Við vildum frá upphafi stefna á aðrar slóðir ferðaþjónustunnar en gert hafði verið en við erum að bjóða upp á dagsferðir þar sem við förum með litla hópa á svæði eins og Hvalfjörð og Borgarfjörð og vestur í Dali. Markmiðið með ferð- unum er að heimsækja bændur sem eru með matarframleiðslu og smáframleiðendur í héraði sem hafa bæði tök og vilja til að taka á móti fólki. Þar segja þeir gestum frá því sem þeir eru að gera og frá hráefnunum en þannig má í raun segja að við séum að nota matinn til að segja sögu lands og þjóðar. Markmiðið er í raun að kynnast þjóðinni í gegnum matinn.“

Sigríður segir fyrirtækið sveigjanlegt og að þær aðlagi ferðirnar gjarnan eftir árstíma. „Við reynum að fara á þá staði þar sem er meira að sjá og gera hverju sinni en sem dæmi má nefna að það er auðvitað rosalega skemmtilegt að fara í ferð á sauðfjárbýli vorin á sama tíma og það er kannski ekkert sérstaklega mikið um að vera þar á sumrin. Á sumrin höfum við svo t.d. verið að bjóða upp á svo kallaðar „pic-nick“ ferðir út í náttúrunni þar sem við höfum verið að kynna fleiri framleiðendur, matarvenjur og matarhefðir og í gegnum það sem fólk er að borða,“ útskýrir Sigríður.

Nánar er fjallið um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.